Ráðstefna Grænu orkunnar og Nordic Marina um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem félagið stendur að í samstarfi við Nordic Marina, norrænt tengslanet um aukningu hluta vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. október frá 8:30 til 17:00. Í lok hennar verða veitt verðlaun í hugmyndasamkeppninni um Vistvænni skip. Fjölmargir fyrirlesarar munu fjalla um norræn verkefni og rannsóknir er tengjast vistvænni orku í haftengdri starfsemi og má þar nefna fulltrúa Wärtsilä, Bellona, Statens Vegvesen í Noregi, Prototech, Háskólans í Reykjavík, Selfa og EFLU. Innifalið í 7000 króna ráðstefnugjaldi er kaffi, hádegismatur, móttaka í lok dags auk ferðar með rafdrifnu seglskútunni Opal.

Hér má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig til þátttöku:http://nordbio2016.yourhost.is/marina-4-october/

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í síma 863-6506 og í netfangi amk@newenergy.is.

 

 

Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio verkefna

Ísland og Norræna ráðherranefndin boða til alþjóðlegrar ráðstefnu um lífhagkerfið og niðurstöður NordBio verkefna í Hörpu 5.-6. október 2016.
Yfirskrift ráðstefnunar er: MINDING THE FUTURE. Bioeconomy in a changing Nordic reality.

Meðal fyrirlesara eru Christine Lang, formaður þýska lífhagkerfisráðsins, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Lene Lange, prófessor í lífefnafræði við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands og Bryan Alexander, framtíðarfræðingur og rithöfundur. Þá munu Gunnar Bragi Sveinsson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar flytja opnunarerindi. Ráðstefnustjórn verður í höndum Þóru Arnórsdóttur og Stefáns Gíslasonar.

Ráðstefnan fer fram á ensku og skiptist í gagnvirka fyrirlestra og málstofur,
Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.
Þátttökugjald er 15.000. Innifalið eru kaffiveitingar og hádegisverður. Skráningargjaldið hækkar í 20.000 þann 10. september.
Mikilvægt er að skrá þátttöku hér.

Ráðstefnan er lokahnykkur NordBio áætlunarinnar, sem er þriggja ára verkefni (2014-2016 ) um lífhagkerfið undir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Undir merkjum NordBio hefur breiður hópur sérfræðinga á Norðurlöndum sameinað krafta sína og unnið að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

BL frumsýnir BMW i3 rafbíl

Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi mun BL frumsýna rafbílinn BMW i3 í húsakynnum sínum við Sævarhöfða milli 12 og 16. Bíllinn hefur víða hlotið góðar viðtökur og var m.a. útnefndur sparneytnasti rafbíll allra tíma af Umhverfistofnun Bandaríkjanna EPA.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is.

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um ...

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Græna orkan minnir á að skilafrestur tillagna í hugmyndasamkeppni Íslenska sjávarklasans, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) og Íslenskrar Nýorku um vistvænni skip er 1. september næstkomandi. Valdar hugmyndir verða kynntar á ráðstefnunni Making Maritime Application Greener – 2016 sem haldin verður á Grand Hótel þann 4. október næstkomandi. Í lok ráðstefnunnar mun iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Sjá nánar á síðu ANR.

vistvæntskip júní-2016

Ráðstefna Grænu orkunnar og Nordic Marina um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem félagið stendur að í samstarfi við Nordic Marina, norrænt tengslanet um aukningu hluta vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. október frá 8:30 til 17:00. Í lok hennar verða veitt verðlaun í hugmyndasamkeppninni um Vistvæn skip. Fjölmargir fyrirlesarar munu fjalla um norræn verkefni og rannsóknir er tengjast vistvænni orku í haftengdri starfsemi og má þar nefna fulltrúa Wärtsilä, Bellona, Statens Vegvesen í Noregi, Prototech, Háskólans í Reykjavík, Selfa og EFLU. Innifalið í 7000 króna ráðstefnugjaldi er kaffi, hádegismatur, móttaka í lok dags auk ferðar með rafdrifnu seglskútunni Opal.

 Hér má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig til þátttöku: http://nordbio2016.yourhost.is/marina-4-october/

Vörumst töfralausnir til eldsneytissparnaðar

Fyrr í sumar birtist á Facebook síðum margra Íslendinga myndband Bandaríkjamanns nokkur sem lýsti því hvernig snarminnka megi eldsneytiseyðslu bensínbifreiða. Sá hafði komið fyrir vetnisbúnaði í bíl sínum, sem gerir það að verkum að vélin brennir blöndu vetnis og bensíns í 100% bruna.

Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum á Orkustofnun, rekur rangfærslur mannsins í viðtali við mbl.is hér.